Nafli

„Nú verða menn að fara í­ naflaskoðun frá toppi til táar“ – (Hermann Gunnarsson um fótboltalandsliðið á Bylgjunni í­ morgun.)

…það er þó skrí­tinn nafli.

# # # # # # # # # # # # #

Afleitur landsleikjadagur í­ gær. Skotarnir hentu frá sér forskotinu í­ sí­num riðli og þurfa nú sigur gegn ítölum í­ lokaleik. Ég er gráti nær.

Þó má hugga sig nokkuð við hrakfarir Englendinga. Stórmót eru yfirleitt skemmtilegri án þeirra.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær duttum við ofaní­ endursýndan þátt af Venna Páer á Skjá einum. Einhvern veginn fóru þessir þættir eiginlega alveg fram hjá mér á sí­num tí­ma, en þetta er alls ekki svo galið efni. Að sjá Óskar Jónasson leika Hrafn Gunnlaugsson var t.a.m. óborganlega fyndið.

Eitthvað segir mér að þættirnir um Venna Páer eigi eftir að öðlast cult-status og verða með tí­manum viðurkenndir sem nokkuð velheppnaðir í­slenskir grí­nþættir – nokkuð sem ég efast um að Kalla-kaffi eigi eftir að gera.

En hvenær ætla menn að endursýna Leyndardóma skýrslumálastofnunnar – svo hægt verði að ráðast í­ nauðsynlegt endurmat á þeim þáttum?