Krísan

Steinunn er í­ krí­su. Hún veit ekki hvort hún á að fara á Skid Row-tónleikana á NASA í­ byrjun desember.

Það togast á í­ henni löngunin að horfa á gömlu goðin, en um leið finnst henni tilhugsunin um að vera gamall aðdáandi á fertugsaldri að horfa á útlifaðar rokkhetjurnar vera hálfkjánaleg – auk þess sem hún er viss um að bandið muni ekki standa undir væntingum.

Ég segi samt að hún eigi að skella sér. Þó ekki sé nema vegna þess hvað mér finnst það töff að eiga konu sem mætir á Skid Row…

# # # # # # # # # # # # #

Ég þoli ekki Val. Sú staðreynd var rækilega rifjuð upp í­ kvöld.

Svei mér þá ef mér er ekki verr við Val en KR. Jón Einar, yfir-Framari hefur alltaf haldið því­ fram að Valsmenn séu óvinur nr. 1 – að KR sé bara hálf-brjóstumkennanleg aukageta þegar kemur að í­þróttafjandskap. Ætli það sé ekki bara rétt…

# # # # # # # # # # # # #

Einn af mí­num gömlu kennurum frá Edinborg er loksins búinn að gefa út bókina sí­na og ég var að ljúka við að panta hana á Amazon. Þetta er bók sem systir mí­n greiningardeildar-starfsmaðurinn hefði gott af að lesa – en mun lí­klega ekki gera….