Færeyjavinur ber af sér sakir

Færeyjavinur ber af sér sakir

Er ég að einangrast í­ fí­labeinsturni bloggfrægðarinnar? Getur verið að þrátt fyrir göfug fyrirheit sé ég farinn að láta vinsældirnar stí­ga mér til höfuðs og búinn að gleyma uppruna mí­num? Kannski! Á það minnsta les ég ekki nærri eins mikið af bloggsí­ðum nú og áður fyrr. Sú var tí­ðin að ég hafði auga með tugum blogga og skoðaði sum jafnvel oft í­ viku. Nú eru breyttir tí­mar.

Einn af þeim mönnum sem ég las nokkuð reglulega hér áður fyrr var ígúst Flygenring, sem er geðveikisleg blanda af hægrimanni og sósí­alista eins og ég hef áður vikið að. Ég var hins vegar fyrst í­ morgun að reka augun í­ að hann hafi verið að hnýta í­ mig vegna áramótaþáttar Egils Helgasonar. Reyndar er ígúst þarna ekki að finna að því­ sem ég sagði, heldur klæðaburðinum:

fannst mér dulí­tið fyndið að hann skartaði peysu með stóru Puma-merki framan á.
Nú á ég engin Puma-föt en svo segir mér hugur að peysan sé Made in Indonesia eða jafnvel Made in Vietnam. Mér finnst nokkuð fyndið að anti-global-Stebbi skuli fyrir það fyrsta ganga í­ svona sweatshop-peysu og svo skarta henni m.a.s. í­ sjónvarpi. Hingað til hefur hann mætt í­ sí­num stuttermabolum, yfirleitt með einhverri vel valinni áletrun.

Ég verð að segja að þessi pilla kom mér í­ opna skjöldu, enda hélt ég nú að mönnum yrði starsýnna á færeyska fánann á fótboltatreyjunni en Puma-merkið, en treyjan góða er vitaskuld búningur færeyska knattspyrnulandsliðsins. (Og í­ þessum bol ætla ég að vera þegar Íslendingar taka á móti Færeyingum í­ Laugardalnum næsta sumar.)

En hvar skyldi bolurinn vera framleiddur? Ætli það sé í­ Ví­etnam, Nepal eða Hondúras? Nei, því­ ef marka má upplýsingarnar á miðanum var hann „Made in Europe“.

Nú hefur mér alltaf þótt þessi merking „Made in Europe“ hálf-skringileg og benda til að menn hafi eitthvað að fela. Á mí­num huga koma þrjár skýringar til greina:

i) Bolurinn er framleiddur í­ fátæu Evrópurí­ki á borð við Búlgarí­u, Moldaví­u eða Albaní­u, sem ekki þykir nógu „fí­nt“.

ii) Bolurinn er framleiddur í­ Þýskalandi eða einhverju öðru Evrópulandi þar sem pan-evróisminn er sterkur.

iii) Bolurinn er framleiddur í­ Ví­etnam í­ verksmiðju sem heitir „Europe“. Þetta er gamalt trikk, en lengi vel framleiddu „West-Germany“-verksmiðjurnar í­ Hong Kong geysilegt magn af leikföngum og smádrasli.

– Óháð þessu öllu saman er það rétt hjá hr. Flygenring að maður á að forðast það að versla við fyrirtæki eins og Puma.

* * *

Þóra systir er byrjuð að blogga. Er það vel.

* * *

Gettu betur byrjar í­ kvöld á Rás 2. Svenni og Svanhildur sjá um keppnina í­ ár. Ég er hæstánægður með að Svenni hafi orðið fyrir valinu og mun því­ fylgjast stí­ft með keppninni í­ ár. Og það er óhætt að segja að hún fari af stað með látum, því­ í­ kvöld keppa sex skólar – MA (sigurvegarar 1991 og 1992); Versló fjórum sinnum hefur farið í­ úrslit; Borgarholt (úrslit 2001); írmúli (margoft í­ undanúrslit) og Kvennaskólinn (1-2 í­ fjórðungsúrslit).

Ég ætla alveg að stilla mig um að spá fyrir um úrslit, en ætli við fáum ekki a.m.k. eina keppni í­ bráðabana? Minna má það nú varla vera…