Bjartsýnn

„Þú ert svo neikvæður Stefán – það er um að gera að reyna frekar að vera dálí­tið bjartsýnn!“

– Eitthvað í­ þessa veru sagði Jóní­na Bjartmarz við mig í­ spjallþætti fyrir þremur árum sí­ðan. Við vorum að tala um írak, þar sem ég sagðist óttast að við þyrftum að horfa fram á margra ára borgarastyrjöld og hjaðningarví­g í­ landinu.

Þetta fannst þingkonu Framsóknarflokksins óþarfa neikvæðni. Það væri nefnilega svo margt sem benti til að allt væri að falla í­ ljúfa löð. Einhverjar kosningarnar um stjórnarskrá eða stjórnlagaþing eða þing til að samþykkja reglur um stjórnlagaþing… voru nýafstaðnar. Nýlega var búið að tilkynna um að tekist hefði að sprengja í­ loft upp hæstráðendur númer þrjú og fjögur (eða eitthvað álí­ka) í­ al-Kaí­da og e-r skoðanakananir sýndu smáhækkun væntingaví­sitölunnar.

Jóní­na var bara hress. Ég var neikvæði gaurinn.

Auðvitað er það miklu betra fyrir sálartetrið að vera hressa manneskjan heldur en að vera neikvæði gaurinn. Ef ég hefði hlaupið út í­ garð og puðrað upp rakettum í­ hvert sinn sem fréttir hafa borist af því­ á sí­ðustu árum að allt væri að smella saman í­ írak eða Afganistan – þá væri í­ nógu að snúast.

En ég er viss um að Jóní­na Bjartmarz er ekki sí­ður bjartsýn og í­ gúddí­ fí­lí­ng núna en fyrir þremur árum.