Taggartinn

Taggart-mynd gærkvöldsins var með skaplegra móti – þótt stundum hugsi maður að hreinlegast hefði verið að slá serí­una af þegar hinn eini sanni Taggart dó. Sumar af sí­ðustu myndunum um Glasgow-lögguna hafa varla náð máli og sú hugmynd er ekki góð að halda að aukafrásagnir af ástarlí­fi lögreglufólksins séu til að styrkja þættina.

Önnur vond viðbót við nýjustu Taggart-myndirnar/þættina eru tilraunir til að apa eftir bandarí­skum CSI-þáttum, þar sem ljósmyndamódel leysa gátuna með því­ að skanna fingrafarabrot inn í­ mikla gagnabanka o.þ.h. – Einkum þar sem þeir Taggart-menn halda sig við uppskriftina á þann hátt að hafa skutlur á tæknideildinni, þótt allir aðrir í­ þáttunum sé mislögulegir.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er byrjuð í­ sterakúrs á taugadeildinni. Hún fær þrjá eða fimm skammta – eftir því­ hvernig svörunin verður. Hún er róleg enn sem komið er, en á mánudaginn mun ofvirknin og eirðarleysið lí­klega steypast yfir hana – og ég þarf að binda hana niður til að hún rjúki ekki í­ að þrí­fa eldhússkápana eða smúla þvottahúsgólfið.

Hún verður þá vonandi komin með full batterí­ fyrir jólin.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöldfréttum útvarps var viðtal við Friðþór Eydal sem hefur skrifað bók um herstöðina á Miðnesheiði 1942-1950. Þar kom fram að Friðþór hafði rekist á frásagnir í­ bókum af loftárásum á þýskar veðureftirlitsstöðvar frá Keflaví­kurflugvelli.

Friðþór talaði um að þessar frásagnir væru sérstaklega áhugaverðar í­ ljósi umræðna sem hefðu verið í­ tengslum við brottför hersins og lok kalda strí­ðsins um hvort tilgangur herstöðvarinnar væri að verjast ógnum frá Færeyjum og Grænlandi. Ég verð að játa að ég skil ekki samhengið og deili heldur ekki skopskyni með Friðþóri, sem þótti frásagnirnar af loftárásunum sérstaklega skemmtilegar.

# # # # # # # # # # # # #

Las nýjasta hefti ísafoldar á biðstofu í­ dag. Þar er grein eftir Val Gunnarsson sem leggur út frá því­ að fyrir svona 4-5 árum hafi komið fram einhver róttæklingaæska, sem hafi orðið fyrir miklum áhrifum af 11. september og fárinu sem fylgdi í­ kjölfarið – til þessarar kynslóðar teljist Valur sjálfur, grúppan í­ kringum Snarrót, Nýhil-hópurinn og við á Múrnum. Þessi hópur hafi staðið fyrir gróskumiklu starfi í­ 3-4 ár, en núna séu allir orðnir ráðsettir og farnir að ýta barnavögnum í­ stað þess að vinna fyrir byltinguna.

Er ekki alveg að kaupa þessa greiningu við fyrsta lestur – en les þetta kannski betur sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Luton færðist niður um sæti í­ dag – erum aftur næstneðstir – eftir að leiknum okkar gegn Millwall var frestað vegna veðurs. Önnur úrslit voru hins vegar ágæt. Fallbaráttuliðin töpuðu velflest, svo uppskera dagsins er ágæt í­ heildina. Þá er bara að vinna Forest á þriðjudaginn. 10 daga hví­ld ætti að gagnast liðinu.