Föstudagsgetraunin er stjórnmálatengd.
Vefritið Múrinn birti fjölda greina um pólitískt og menningarlegt efni á þeim sjö árum sem honum var haldið úti. Flestar voru greinarnar eftir ritstjórnarmeðlimi, en alltaf var nokkuð um efni eftir aðra.
Einu sinni í sögu vefritsins gerðist það að Múrinn birti grein eftir einstakling sem gegnir eða hefur gegnt ráðherraembætti hér á landi. Hvaða einstaklingur var það?
(Fyrrum ritefndarmönnum er óheimilt að taka þátt í þessari getraun.)