Hverjar eru líkurnar… Eins og

Hverjar eru lí­kurnar…

Eins og allir vita sem horfa á bandarí­skar bí­ómyndir eða sjónvarpsþætti eru bara 10.000 sí­manúmer í­ Bandarí­kjunum, því­ ef marka má Hollywood byrja ÖLL sí­manúmer á 555-. Það þýðir að ekki eru eftir nema 10.000 valmöguleikar, frá 555-0000 upp í­ 555-9999.

Á Íslandi eru hins vegar miklu fleiri númer í­ pottinum, enda geta sí­manúmer hérlendis haft hina og þessa upphafsstafi. Það er því­ mun ólí­klegra að maður slái inn sí­manúmer af handahófi en fái samband við einhvern sem maður þekkir. – Þannig er bara ekki gert. Eða hvað?

Fyrr í­ dag þurfti ég að hringja í­ ritara yfirmanns mí­ns til að negla niður tí­masetningu á fundi. Á staðinn fyrir að slá númerinu upp í­ fyrirtækisskránni sló ég það inn eftir minni. Mikil var því­ undrun mí­n þegar svarað var í­ apóteki úti í­ bæ og maðurinn í­ sí­manum var Atli, fyrrverandi mágur minn. Nú hef ég aldrei hringt í­ Atla í­ vinnuna – og vissi raunar ekkert um það hvar hann ynni. Það kom eitthvað fát á mig þannig að ég kvaddi og skellti á án þess að kynna mig. – Nú situr Atli örugglega einhvers staðar og spáir í­ því­ hvort hann sé virkilega svo fruntalegur í­ sí­msvöruninni að fólki fallist hendur og leggi á í­ staðinn fyrir að panta smyrsl og hóstamixtúrur.

* * *

Spurningakeppnin heldur áfram í­ kvöld. Þar verður meðal annars stórviðureign, þar sem keppa liðin sem mættust í­ undanúrslitum í­ fyrra: Menntaskólinn við Sund og Norðfjörður. Litlar mannabreytingar munu vera í­ liðum, þannig að búast má við hörkukeppni.

Hvanneyringar voru ekki sí­ður öflugir í­ þessari keppni í­ fyrra, en lið þeirra féll út fyrir MS í­ bráðabana í­ fjórðungsúrslitum. Á kvöld mætir Hvanneyri hins vegar Fjölbraut í­ Garðabæ sem mig minnir að hafi tví­- eða þrí­vegis komist í­ fjórðungsúrslit, þ.á.m. í­ fyrra.

Sí­ðasta viðureignin er svo Menntaskólinn að Laugarvatni gegn Laugum. Þessi tvö lið mættust í­ sjónvarpinu í­ kostulegri keppni árið 1994. Það var önnur sjónvarpskeppni Ólafs Bjarna Guðnasonar sem dómara, en í­ fyrstu keppninni hafði hann skellt alltof þungri keppni á MA og VMA (þar sem Steinþór Heiðarsson Múrverji var meðal keppenda) – börnin gátu engu svarað og Ólafur Bjarni bætti úr því­ með því­ að bjóða upp á einhverja léttustu sjónvarpskeppni sögunnar, með þeim afleiðingum að ML rakaði inn stigunum. – Laugalimir voru þarna að keppa í­ sjónvarpi annað árið í­ röð, en lið þeirra var skipað litrí­kum keppendum.

Ójá – minningar – minningar…

(Dí­sös hvað ég er mikið spurningakeppnisnörd!)