Bandarísku forkosningarnar eiga eftir að dóminera í fréttum næstu vikurnar og því alveg eins gott að spila bara með og reyna að fylgjast með.
Repúblikanamegin er skemmtilegast að fylgjast með Ron Paul, sem er stórmerkilegur stjórnmálamaður. Tíu prósentin hans í Iowa eru væntanlega eitthvað undir væntingum og hann má helst ekki fá minna í New Hampshire heldur.
Ég hef hins vegar lengi verið á þeirri skoðun að Paul sé fyrir löngu búinn að ákveða að bjóða sig sem óháður kandídat í forsetakosningunum eða undir merkjum Frjálshyggjuflokksins. Það yrði áhugavert að sjá.