Össur

Ég reyni að leggja í­ vana minn að verja ekki Össur Skarphéðinsson meira en þurfa þykir – en mér finnst umræðan um skipan Orkumálastjóra nokkuð sérkennileg.

Við fyrstu sýn virðist umsækjandinn sem varð fyrir valinu hafa ansi glæsilega ferilsskrá – prófessor og deildarforseti við flotta verkfræðideild í­ Sví­þjóð. Það eitt og sér hlýtur að gera hann mjög sigurstranglegan.

Það er sjálfsagt að hafa alltaf opin augun fyrir pólití­skum tengslum – en það er ansi hreint langsótt að lesa mikið í­ að menn hafi verið saman í­ pólití­sku vafstri fyrir árið 1986.