Ferguson

Allir fótboltasögunördar vita að faðir knattspyrnunnar á Íslandi var James B. Ferguson – skoskur prentari sem starfaði hér árið 1895. Hann kenndi heimamönnum að sparka í­ bolta – og í­ kjölfarið var Fótboltafélag Reykjaví­kur stofnað.

Hann var lí­ka upphafsmaður fimleikaæfinga hér á landi.

Þetta vita allir góðir menn.

EN – af hverju hefur enginn gengið í­ að grafast fyrir um hvað varð um James B. Ferguson?

Nú er nafnið vissulega þesslegt að vera alltof algengt – en með netinu ætti að vera hægt að grafa upp fjári mikinn fróðleik – ef menn kunna að leita.

Hvað gerði hr. Ferguson áður og eftir að hann kom til Íslands?

Það væri gaman að vita.