Drátturinn í annarri umferð framhaldsskólaspurningakeppninnar var merkilegur – því með honum er ljóst að nýr skóli kemst í úrslitakeppnina í Sjónvarpinu. ísfirðingum hefur, ótrúlegt nokk, aldrei tekist að fara í fjórðungsúrslitin þótt stundum hafi litlu munað. Nýi menntaskólinn í Borgarnesi mætir ísfirðingum í keppninni um sjónvarpssætið. Ég veðja á ísafjarðarsigur og beina útsendingu Sjónvarpsins að vestan.
MR, MK, MH, MS og Hraðbraut ættu að eiga nokkuð auðvelda leið í sjónvarpið líka.
Tvær keppnir í viðbót hafa burði til að verða spennandi:
Ég heyrði reyndar ekki í Borghyltingum í kvöld – en hef heyrt vel af liðinu látið. Borgó og MA eru líklega með álíka sterk lið.
Mínir gömlu lærisveinar úr MR, Sverrir og Viðar, eru að þjálfa Versló. Ef Verzlunarskólinn væri Newcastle, þá hefði þeim félögum verið sagt upp eftir frammistöðu Verslinga í fyrstu umferð. Versló hefur hins vegar margoft verið úti á þekju í upphafsviðureign en rétt svo úr kútnum.Egilsstaðir stóðu sig vel í fyrstu umferðinni, en eitthvað segir mér að Versló hafi þetta.