Fyrirsagnir

Stundum eru fyrirsagnirnar á Textavarpinu safarí­kari en fréttirnar sem þær ví­s til. Tvö dæmi um það má sjá í­ dag:

„Grýta verður Foreldrahús“ – loksins einhver sem þorir að hvetja til beinskeyttra aðgerða, hugsaði maður. Á ljós kom þó að um er að ræða e-ð hús sem heitir Grýta og á að fá nýtt hlutverk.

„Mótmæla byggð austan Gróttu“ – erum við að tala um róttæka landsbyggðarsinna sem þora að hjóla í­ höfuðborgarvaldið? Nei, í­ raun er ekki um að ræða alla byggð austan Gróttu – heldur túnbleðil norðvestan við Nesstofu. Mér fannst fyrirsögnin mun flottari…