Mogginn var með kúnstuga úttekt á kvennaíþróttum 25. nóv. 1916:
Flest kvenfólk hefir ákaflega gaman af að koma á hestbak. Og betri og hollari hreyfing er ekki til fyrir ungar stúlkur. En fyrir giftar konur getur það verið mjög óholt.
Yfirleitt eiga stúlkur eigi að gefa sig að þeim líkamsæfingum sem ætlaðar eru fyrir karlmenn. Heilbrigð skynsemi mælir á móti því og heilsufræðin fordæmir það. Hinar eðlilegu æfingar á að taka fram yfir alt annað, en menn verða þó jafnframt að gæta hófs, því að >>of mikið<< er verra en of lítið.
# # # # # # # # # # # # #
Kevin Blackwell hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Luton. Hann ætlar samt að sjá um liðið næsta mánuðinn.
Mikið er ég feginn að geta bráðum farið að hugsa um handboltalandsliðið í staðinn fyrir þessa skelfingu alla…