Æ, hvað þetta bréf frá Guðjóni Ólafi er nú eitthvað skúnkalegt.
Ef hann hefur ástæðu til að ætla að Björn Ingi & co hafi látið flokkskontórinn borga jakkafötin sín – þá á hann einfaldlega að segja það…
…ekki nota dylgjustílinn: „nú eru þrálátar sögur í gangi (sem auðvitað eru ekki sannar) sem segja að…“ – Og það er líka lélegt að senda bréf á mörghundruð manns, en skáka svo í því skjóli að merkja það sem trúnaðarmál.
En hvernig eða það – voru ekki Björn Ingi og Guðjón Ólafur vopnabræður og trúnaðarvinir? Ég man ekki betur en að það hafi verið Guðjón Ólafur sem dró Binga í Framsóknarflokkinn. Hvernig slettist upp á vinskapinn? Það skal enginn segja mér að ofgreiddir fatapeningar séu hin raunverulega ástæða…