Pólitískur spádómur

„Ef það hljómar of vel til að vera satt – þá er það yfirleitt ekki satt…“ – Eitthvað á þessa leið er heilræðið sem lögreglan gefur fólki sem fær gylliboð frá Ní­gerí­u um skrilljónir inn á bankareikninginn sinn.

Ólafur F. Magnússon ætti að hafa þessi sannindi í­ huga.

Sjálfstæðisflokkurinn gefur honum eftir borgarstjóraembættið og alla málefnaskránna. Þeir biðja hann ekki einu sinni um að tryggja að varafulltrúinn hans styðji nýja meirihlutann – og hann á örugglega eftir að fá fullt af nefndarsætum, ef hann hefur þá fólk til að manna þau. Meira að segja í­ sí­num villtustu draumum hefði Ólafur F. ekki leyft sér að hugsa á þessum nótum. Þetta er bara of gott til að geta verið satt…

…og auðvitað er það þá ekki satt.

Viðvörunarbjöllurnar eru búnar að hringja allt í­ kringum Ólaf – en hann er of kátur til að gefa þeim nokkurn gaum.

Sjálfstæðisflokkurinn í­ Reykjaví­k lætur sig ekki muna um að gefa Ólafi allt sem hann biður um, því­ þetta er bara klókur biðleikur. Fyrsta markmiðið var að splundra meirihlutanum. Það hefur tekist og vandséð að hægt verði að tjasla honum saman aftur.

Þegar nýi meirihlutinn splundrast á mettí­ma, geta Sjálfstæðismenn hrist hausinn og kennt því­ um að Ólafur F. rekist greinilega hvergi í­ flokki – sé ekki heill heilsu eða annað slí­kt. Enginn verður hissa: Ólafur er jú maðurinn sem rýfur stjórnarsamstarf fyrirvaralaust…

Þar með er bara einn möguleiki í­ stöðunni: að VG eða Samfylking myndi meirihluta með í­haldinu – því­ hvað sem öðru lí­ður getur borgin jú ekki verið stjórnlaus.

– Og það má treysta því­ að ÞÁ mun Sjálfstæðisflokkurinn hvorki gefa eftir borgarstjórastólinn né öll málefnin.

Munið: „Ef það hljómar of vel til að geta verið satt – þá er það ekki satt!“