Áfangi

Á kvöld kláraði ég stóran áfanga í­ Fram-bókinni sem ég er að vinna að. Ég hefði gjarnan viljað vera kominn á þennan stað fyrir einum og hálfum mánuði, en ekki verður á allt kosið.

Til að klára næsta stóra áfanga fyrir mánaðarmót sýnist mér ég þurfa að taka velflestar lausar kvöldstundir í­ febrúar í­ skriftir – og ná viðtölum og skjalagrúski þar fyrir utan. En einhvern veginn virðist það allt viðráðanlegra þegar fyrsta áfanganum er náð.

Að vera í­ tveimur vinnum (plús stundakennslu) og sjá um húsföðurshlutverkið meðan Steinunn er á þingi hefur gert það að verkum að ég hef vanrækt öll félagsstörf og haft lí­tið af vinum og kunningjum að segja sí­ðustu vikur. Það stendur þó til bóta uppúr páskum.

# # # # # # # # # # # # #

Á öðrum fréttum er það helst að konan mí­n er frábær. Það hljóta allir góðir menn að geta tekið undir.