Formaður félags kráareigenda segir félagið fagna því að reykherberginu í Alþingishúsinu verði lokað. Samt er félagið hans að berjast fyrir því að fá að halda úti reykherbergjum. – Ef það væri einhver glóra í veitingamönnum ættu þeir væntanlega að harma ákvörðunina og votta reykingarfólki í röðum þingmanna og starfsfólks þingsins samúð sína.
Félag kráareigenda var sem sagt að missa sitt helsta áróðursvopn og forysta félagsins fagnar? Eitthvað þurfa menn að endurskoða strategíuna á þeim bænum.