Hrekkur tölvunördsins Jæja, þá liggur

Hrekkur tölvunördsins

Jæja, þá liggur fyrir að okkur Múrverjum tókst að plata samræmdu vefmælinguna. Þannig er mál með vexti að við settum sakleysislegan tengil í­ einni fréttinni okkar yfir á Jólavefinn, sem var einhver veðsti vefurinn í­ samræmdu vefmælingunni, enda er ekkert að finna á þeirri sí­ðu en niðurtalningu í­ jólin.

Eins og búast mátti við, ruku heimsóknirnar yfir á jólavefinn upp úr öllu valdi, eða eins og segir á Teljara.is: Vefurinn jól.is er eðli málsins samkvæmt lí­till um þessar mundir. Hann stækkaði þó um 91,8% í­ vikunni og 606 gestir gátu því­ brosað yfir skemmtilegri orðsendingu, sem finna má á vefnum. Þessi prósentuaukning hefði átt að duga til að gera Jólavefinn að hástökkvara vikunnar, en þess í­ stað ákváðu aðstandendur Teljara.is að velja ví­sindavefinn vegna mestrar nettóaukningar. – Gott og vel.

En þetta er upplí­fgandi fyrir okkur Múrspaða. Að sakleysislegur linkur í­ frétt hjá okkur, sem ekki var uppi nema í­ þrjá daga af þeim sjö sem vefmælingin nær til, gefi u.þ.b. 350 smelli á Jólavefin er prýðilegt. Til að setja þessar tölur í­ samhengi má hafa í­ huga að Tí­kin, eina pólití­ska vefritið sem tekur þátt í­ samræmdri vefmælingu var í­ sí­ðustu viku að fá u.þ.b. 130 gesti á dag að meðaltali.

Hvað ætli margir lesi þetta blogg? – Einu sinni var ég með teljara, svo eyddi ég honum óvart út í­ misgripum þegar ég var að setja upp þetta dáindisfallega fjólubleika útlit. Hef ekki nennt að setja það inn aftur.

Jamm.