Kvennó og Fbl.

Fréttablaðið var með frétt um „stóra Gettu betur-málið“ í­ morgun, þar sem meðal annars var rætt við mig. Ég er smeykur um að mér hafi tekist að móðga Kvennskælinga – en það var svo sannarlega ekki ætlunin.

Af fréttinni mætti ætla að ég telji Kvennskælinga vera vælukjóa, sem setji sig í­ fórnarlambsstellingar af minnsta tilefni. Það er fjarri lagi. Mér finnst þvert á móti að Kvennaskólinn hafi tekið málinu furðuvel – miklu betur en t.d. minn gamli skóli hefði gert, að ekki sé minnst á Versló og MH – sem báðir hafa verið kvörtunargjarnir í­ gegnum tí­ðina.

Reyndar er það gömul saga og ný í­ tengslum við þessa keppni að það eru sjaldnast kappliðin sjálf sem leiðast út í­ tuð og skí­tkast – heldur sjálfskipaðir málsvarar þeirra. Mér hefur t.d. þótt leiðinlegt að lesa sumt af því­ sem skrifað hefur verið um Pál ísgeir sí­ðustu daga.

Þegar ég spjallaði við blaðamanninn, þá var það frekar á þeim nótum að Íslendingar væru almennt að verða kæruglaðari – sem er e.t.v. dæmi um amerí­kanserí­ngu samfélagsins. Kennarar í­ grunnskólum kvarta undan því­ að ekki megi stugga við ólátabelgjum án þess að litlu dýrin snúi upp á sig og hóti klögunum og kærumálum. Meiðyrðamál með háum bótakröfum voru óþekkt fyrir fáeinum árum en færast nú í­ vöxt. Og hversu fráleitt hefði það ekki þótt fyrir áratug að brottrekinn „herra Ísland“ færi í­ skaðabótamál vegna „ólöglegrar titilssviptingar“?

Það var heldur ekki ætlunin að gera lí­tið úr styrkleika Kvennóliðsins. Persónulega fannst mér þau virka sterkari en MH-ingarnir á föstudagskvöldið. Ef ég ætti að styrkleikaraða liðunum í­ ár myndi ég setja þessi tvö lið í­ svona 6-7 sæti. Það er svo sannarlega ekkert til að skammast sí­n fyrir.

Ég stend hins vegar við það að ég yrði afar undrandi ef MH færi alla leið í­ keppninni, þótt auðvitað sé ekkert hægt að útiloka – sérstaklega ef spurningarnar fara ekki að þyngjast.

En hafi ég móðgað Kvennskælinga biðst ég afsökunar á því­. Það var ekki ætlunin.