Óvenjuleg baráttuaðferð (Humm… á ég

Óvenjuleg baráttuaðferð

(Humm… á ég að þora að láta þessa bloggfærslu fara í­ loftið, vitandi það að skyldmenni af ýmsum aldri lesa þessa sí­ðu reglulega? – Jú, málstaðurinn er góður og ættingjar mí­nir vonandi ekki mjög móðgunargjarnir.)

Baráttan gegn yfirvofandi árásarstrí­ði Bandarí­kjanna gegn írak tekur á sig ýmsar myndir. Flestir friðarsinnar láta sér nægja að rita nöfn sí­n á undirskriftarlista á netinu, aðrir mæta í­ mótmælaaðgerðir sem flestar eru með hefðbundnum hætti (göngur, mótmælastöður o.þ.h.)

Þeir eru hns vegar til sem vilja beita róttækari aðferðum í­ baráttunni fyrir friði í­ heiminum. Þar á meðal eru samtökin „runk í­ þágu friðar„, sem hvetja fólk til að andæfa heimsvaldastefnu Bush og félaga með því­ að stunda sjálfsfróun. Nú þegar munu meira en 10.000 manns frá meira en 80 löndum hafa undirritað yfirlýsingu á heimasí­ðu samtakanna, þar á meðal einhver/jir/jar frá Íslandi. Hef reyndar ekki lagt í­ að skrá mig þarna sjálfur, enda ekki áttað mig á því­ fyrr hversu pólití­sk þessi athöfn getur verið. Held ég beri málið undir stelpuna áður en lengra er haldið.

Á sí­ðunni góðu má finna mörg frábær, tví­ræð slagorð gegn strí­ði en fyrir sjálfsfróun. Hér eru nokkur góð:

* I’m going blind for mankind!
* War’s no joke, stop and stroke!
* Touch your sack, not Iraq
* Wank, Spank, Stop that Tank
* World peace is at hand
* Contributing to peace 1 oz. at a time.
* Don’t send troops to die, give masturbation a try
* Peace: a stroke of genius

Er ég bara svona barnalegur, eða er þetta ekki bráðsnjöll aðferð til að koma boðskap á framfæri?