Besta viðskiptahugmynd föstudagskvöldsins gengur út á að stofna leðuriðju sem rekin væri á sömu forsendum og eggjabú sem gera út á „hamingjusamar hænur“ sem spóka sig frjálsar utandyra.
„Mannúðlega leðuriðjan“ myndi gera út á framleiðslu á jökkum og skóm úr skinni sjálfdauðra búgripa sem lifað hefðu löngu og innihaldsríku lífi. Það mætti jafnvel taka auglýsingamyndir af kúnum liggja banaleguna á líknardeildum dýraspítalans, umkringdar kálfum sínum og kálfakálfum (er það orð ekki annars til?)
Svo yrði þess vitaskuld gætt að beljurnar yrðu flegnar með reisn og af fullri virðingu fyrir líkinu.
Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta! Trúi bara ekki öðru.