Er að lesa Höfuðlausn eftir Ólaf Gunnarsson. Ætlaði alltaf að kaupa mér hana þegar hún kom út 2005, en ekkert varð úr því. Rakst á hana fyrir lítinn pening í búð um daginn og ákvað að slá til.
Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel við að lesa íslenska skáldsögu. Það er kannski ekki endilega fléttan sjálf sem heillaði mig (þótt hún sé ágæt líka) heldur hversu trúverðuga mynd Ólafur dregur upp af þessu tímabili – öðrum áratugnum. Það er uppáhaldstímabilið mitt í sögunni.
Ég held að þessi bók muni lifa lengur en margar af þeim skáldsögum frá 2005 sem meiri athygli fengu.
# # # # # # # # # # # # #
Á dag verð ég með annað augað á störfum þingsins. Lagafrumvörpin tvö sem Steinunn hefur lagt fram eru á dagskrá og verða væntanlega tekin til fyrstu umræðu í dag. Það er ekki lítill áfangi. Spurning um að bregða sér út að borða í kvöld að þessu tilefni?
# # # # # # # # # # # # #
Einhverjir bloggarar eru að velta sér upp úr könnun Fréttablaðsins á besta íslenska rithöfundinum. Sumir eru hneykslaðir á að Arnaldur Indriðason hafi orðið efstur í valinu.
Sjálfum finnst mér þó miklu fyndnari hugmyndin um að Alþýðublaðið árið 1997 hafi verið besta íslenska blaðið…