Ísland – minnst í heimi!

Eitt af því­ sem fer ósegjanlega í­ taugarnar á mér, er þegar fólk slengir því­ fram umhugsunarlaust að hitt og þetta í­ í­slensku samfélagi hljóti að vera einstakt í­ heiminum. Ef sagt er frá grunnskóla úti á landi með tvo nemendur – virðist þykja sjálfsagt að hnýta því­ við að þetta sér „lí­klega minnsti skóli í­ heimi“ o.s.frv.

Slí­kar einkunnir þola sjaldnast nánari athugun.

Það pirrar mig þess vegna grí­ðarlega í­ öllum umræðum um gjaldmiðilsmál Íslendinga (krónur/Evrur/svissneskir frankar…) þegar því­ er í­ sí­fellu slengt fram að Íslendingar búi við „minnsta sjálfstæða myntkerfið“ eða hafi „minnsta sjálfstæða gjaldmiðil í­ heimi“.

Nú er þessi staðhæfing augljóslega röng – og er því­ til marks um annað tveggja: að þeir sem hafa hana eftir séu illa að sér eða að þeir séu svo hrokafullir að þeir neiti að viðurkenna tilvist fjölda rí­kja og samfélaga.

Þegar talað er um stærð gjaldmiðils getur ekki verið átt við fjölda í­búa í­ heimalandi hans. Þá væri t.a.m. indónesí­ska rúpí­an „stærri“ en japanska jenið. (Reyndar væri í­slenska krónan ekki einu sinni minnst samkvæmt þeirri skilgreiningu.)

Til að meta stærð gjaldmiðla hlýtur að vera horft til umfangs viðskipta með þá. Á Afrí­ku er fjöldi sjálfstæðra gjaldmiðla og þótt flesti rí­ki álfunnar telji milljónir manna – mætti eflaust færa fyrir því­ rök að í­slenska krónan sé „stærri“ en gjaldmiðlar furðufjölmennra rí­kja. Á það minnsta geri ég ráð fyrir að krónan sé „stærri“ en púlan í­ Botswana. Á Botswana búa um 600 þúsund manns, sem hafa sjálfstæðan gjaldmiðill sem er með þeim sterkari á svæðinu.

Er meira að segja ví­st að krónan sé minnsti sjálfstæði gjaldmiðillinn í­ Evrópu? Er t.d. augljóst að levan í­ Moldaví­u sé mikið stærri? Það er mér mjög til efs.

Nú er ég ekki að segja að það séu nein rök í­ umræðunni um evru-eða-ekki-evru að tí­na til dæmi um minni gjaldmiðla. En rétt skal vera rétt!