Famelían á Mánagötunni hefur nú yfir að ráða þremur nettengdum tölvum. Minna má það ekki vera – við erum jú þrjú.
Reyndar er hugmyndin að úrelda eina þeirra – þá elstu sem er orðin 4-5 ára.
Til að tryggja góða uppsetningu buðum við Palla og Hönnu í kvöldmat. Kvöldmaturinn er aldrei ókeypis og þau þurftu því að sjá um tölvunördismann meðan við böðuðum barnið eftir matinn.
Palli og Hanna éta ekki dýr. Matseðillinn var speltpasta með sósu úr niðursoðnum tómötum og tilfallandi salati og baunum.
Jújú – þetta er fínt stöku sinnum, en mikið óskaplega hefði væn kjötflís verið til bóta…