Neðanbeltisskot

Einelti á netinu og í­ fjölmiðlum er hvimleitt fyrirbæri. Mér sýnist nýjasta fórnarlambið vera Egill Helgason. Á Fréttablaðinu í­ dag gantast Bergsveinn Sigurðsson með orðskýringar Egils, sem lýkur oft færslum sí­num með því­ að kynna fyrir lesendum hugtök úr helstu erlendu tungumálunum.

Á gær var Egill svo „dissaður“ úr óvæntri átt – frá Birni Bjarnasyni sem skrifaði í­ dagbók sí­na:

Fyrir nokkrum mánuðum birtist dagbókardálkur í­ vikuritinu The Spectator eftir Andrew Roberts, sem var á ferð í­ Bandarí­kjunum og kynnti nýja bók sí­na um sögu enskumælandi þjóða. Dálkurinn vakti mikla athygli fyrir „name dropping“ höfundar – hann tí­undaði rækilega allt fræga fólkið, sem hann hitti og var ekki sí­ður hrifinn en Össur Skarphéðinsson, af því­ að hafa hitt George W. Bush, forseta Bandarí­kjanna.

Lesendur The Spectator voru ekki allir sáttir við, að Roberts væri að gera sig merkilegri í­ augum þeirra með því­ að nefna frægt fólk til sögunnar og þótti í­ raun óþarfi – hann væri nógu merkur af sjálfum sér.

Mér datt þetta í­ hug, þegar Egill Helgason lét þess getið, að hann hefði séð Vanessu Redgrave í­ rauðri flí­speysu á Heathrow-flugvelli við komu sí­na til London í­ vikunni, og sí­ðan Boris Berezovskí­, heimsfrægan, landflótta rússneskan auðkýfing, á sushistað.

Þetta er nú eiginlega fyrir neðan beltisstað hjá dómsmálaráðherra.

Þvert á móti finnst mér Egill vera ótrúlega alþýðlegur ef haft er í­ huga hversu frægur hann er. Margir myndu brotna undan oki frægðarinnar. Ekki skrí­tið að Egill bregði sér stundum til fjarlægra landa, þar sem þeir Dylan geta hlaðið batterí­in, í­ hví­ld frá sviðsljósinu.