Jútúberaður formaður

Það er athyglisvert að sjá Steingrí­m Joð byrja að feta sig áfram á Youtube. Reyndar er ég alveg hissa að enginn annar í­slenskur stjórnmálamaður hafi byrjað á þessu löngu fyrr.

Þetta fyrsta innslag lofar góðu – þótt auðvitað eigi þetta eftir að slí­past til í­ framtí­ðinni, geri ég ráð fyrir. Ég myndi t.d. mæla með örlí­tið styttri bútum og brjóta þá jafnvel upp með því­ að hafa annars vegar ræðustubb en hins vegar einhvern staðreyndamola, smástatistí­k eða annað slí­kt.