Ísland er ekki örríki – heldur smáríki meðal þjóða, útskýrði sýndarforsætisráðherra Framsóknarflokksins á ráðstefnu á dögunum. Mátti á ráðherranum skilja að munurinn á smáríkjum og örríkjum felist í því að þau fyrrnefndu reki utanríkisþjónustu og hvetji stórþjóðir til dáða við að varpa sprengjum á annað fólk, þau síðarnefndu væru metnaðarlaus og létu ekki til sín taka á alþjóðavettvangi. Ísland teljist því smáríki en ekki örríki. Það er mikið kot, Hákot!
Á þessum orðum byrjaði greinaflokkurinn minn um örríki veraldar sem birtist á Múrnum fyrir margt löngu. Ég hef lengi verið með örríkjadellu – og skemmtilegust finnst mér örríkin sem finna má í miðri Evrópu – innan um tugmilljónaþjóðirnar. Nei – ég er ekki að tala um „stóru“ löndin eins og Andorra og San Marínó, heldur agnarsmáu furstadæmin eða smáþorpin sem finna má út um alla álfu – sem hafa sérstaka stöðu innan stóru landanna oftar en ekki á grundvelli samkomulags frá sextánhundruðogeitthvað.
Nú síðast hef ég verið að skemmta mér við að lesa um Bí¼singen í Þýskalandi – 1.500 manna bæ sem er á óskilgreindu svæði milli Þýskalands og Sviss – og Campione d´Italia – 2.200 manna samfélags á landamærum ítalíu og Sviss. Þetta er almennilegt kjúríosítet!
(Þeir sem nenna að smella á tenglana og lesa Wikipediu-færslurnar munu skilja titil færslunnar.)