JFM

Karl Marx hélt því­ fram að sagan endurtæki sig í­ sí­fellu. Fyrst sem harmleikur – sí­ðan sem farsi.

Sú var tí­ðin að Jakob Frí­mann Magnússon var innbúðarmaður hjá krötunum. Þá var stofnað um hann sérstakt menningarfulltrúaembætti í­ Lundúnum með ærnum tilkostnaði. Var þá helst á Jóni Baldvin og félögum að skilja að það væru bara plebbar og durgar sem fettu fingur út í­ ráðningu þessa atorkumanns.

Gaman væri að rifja þá umræðu upp núna eftir að Jakob Frí­mann er orðinn stórvesí­r hjá borgarstjóranum.

Þessi sí­ðasta ráðning er augljóslega farsi – en kannski er fullmikið að kalla búksláttinn í­ London harmleik…