Amerísk pólitík

Sí­ðustu vikur og mánuði er búið að drekkja manni í­ fréttum af bandarí­skri pólití­k og rekja fréttir af framboðum forsetaefna flokkanna og reynt að analýsera niðrí­ drep allar fregnir af kosningabaráttunni.

Samt virðist þessi kosningabarátta öll engu máli skipta. Úrslitin ráðast á demógrafí­u. Sömu þjófélagshópar og kusu Hillary Clinton í­ fyrstu forkosningunum kjósa hana núna – sömu þjóðfélagshópar og kusu Barrack Obama fyrir nokkrum mánuðum gera það í­ dag. Úrslit hvers rí­kis standa og falla með lýðfræðinni. Það er eins og kosningabaráttan hafi aldrei átt sér stað. Það er magnað!

Ég held að meira að segja enska úrvalsdeildin sé meira spennandi en bandarí­skar forsetakosningar.