Túlípanar

Hef aðeins verið að grúska í­ sögu ylræktar sí­ðustu daga, í­ tengslum við verkefni í­ vinnunni. Orkuveitan er að fara að setja fræðsluskilti um sögu hitaveitunnar frá Reykjum upp í­ Mosfellsbæ, þar sem einnig er fjallað um jarðvarmanýtingu á svæðinu. Meðal annars er komið inn á að fyrsta gróðurhús landsins hafi risið þar uppfrá 1923.

Nú er þetta strangt til tekið ekki hárnákvæm staðhæfing, því­ gróðurhúsið að Reykjum var jú bara það fyrsta sem hitað var með jarðvarma. Fyrir þann tí­ma voru reist gróðurhús sem ýmist voru köld eða hituð með því­ að brenna eldsneyti – en þar sem slí­k mannvirki samrýmast illa nútí­mahugmyndum um hvað felist í­ hugtakinu gróðurhús ætti þetta að sleppa.

Verra var að þegar ég fór að blaða á netinu, reyndist heimildum ekki bera saman um hvort Reykja-húsið væri frá 1923 eða 1924.

Misheppnaðar tilraunir til að fá úr þessu skorið leiddu mig inn á Tí­maritavefinn, þar sem ég rakst á stórmerkilega grein í­ Morgunblaðinu frá 14. des. 1924. Þar er rætt almennt um jarðvarmanýtingu á Íslandi.

Þar er fyrst rætt um hversu góður jarðhitinn sé fyrir sundlaugar, húshitun og suðu. Nefnd eru dæmi um þessi not.

Svo segir: „En nýlunda er það, sem varðar Reykví­kinga sjerskatlega, hvernig farið er að nota laugahitann hjerna við þvottalaugarnar til ræktunar.“ Sagt er frá margví­slegum landbúnaði Carls Olsens kaupmanns í­ Laugardalnum, þar sem heitir Austurhlí­ð. ífram heldur blaðið: „Eins og mennvita, liggur vatnsæð úr sementpí­pum frá Laugunum og niður í­ Sundlaugarnar. Er leiðsla sú 4-500 m. löng. Liggur hún m.a. um land Olsens. Hefir hann látið byggja ræktunarhús, 6*15 álnir að stærð, á einum stað yfir vatnspí­purnar og út úr þessum aðalskála, sem nýtur ekki laugahitans ennþá, hefir hann gert afhýsi eitt lí­tið, um 2 1/2 alin á breidd og 4 1/2 alin á lengd. Á afhýsinu hefir verið tekið til hitunar ofan af laugavatnspí­punum. Nægir það eitt til þess að hita loftið í­ afhýsinu að venjulegu hitastigi vermihúsa, í­ rúml. 20 gráður á Celsí­us.“

Á húsinu lét Olsen rækta blómplöntur, s.s. túlipana og sprungu þeir fyrstu út 29. nóvember. Boðuð var vetrarræktun á hyacinthum, páska- og hví­tasunnuliljum. Framtí­ðarmúsí­kin var svo sögð ræktun á tómötum, agúrkum – og jafnvel jarðarberjum, melónum og ví­nberjum.

Athygli vekur að í­ neðanmálsgrein er sagt frá tilraunum með gróðurhús að Reykjum: „Á Reykjum í­ Mosfellssveit, hjá Bjarna ísgeirssyni, er nýreist gróðurhús með laugahita. Danskur maður Boeskov að nafni, er verið hefir hjer á landi í­ nokkur ár, hefir umsjón með ræktuninni þar. Mánari fregnir af því­ fyrirtæki hefir Mbl. ekki aflað sér ennþá.“

Verður lokasetningin að teljast ví­sbending um að gróðurhúsið að Reykjum sé frá 1924 en ekki 1923 – þótt um það verði ekki fullyrt með vissu.