Vinslit í vændum?
Grímur Atlason er góður drengur. Raunar ætti ekki að þurfa að taka það fram, enda er hann í 4. sæti hjá VG í Rvík. og því góður drengur samkvæmt skilgreiningu.
Grímur er stuðningsmaður Liverpool og hefur sem slíkur margsótt um inngöngu í stuðningsmannaklúbb smáliða sem við nafni minn Hagalín erum að leggja drög að. Þessari beiðni hefur ítrekað verið hafnað, enda getur Liverpool seint talist smálið. Skítalið kannski – en aldrei smálið.
Hins vegar hefur Grími boðist innganga sem stuðningsmaður Mansfield, sem hann heldur einmitt líka með. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Á kvöld er nefnilega stórleikur í 2.deildinni – Mansfield : Luton. Ef sá leikur tapast, má telja vonir okkar Luton-manna um sæti í umspili úr sögunni. Raunar myndi jafntefli setja slíka drauma í mikið uppnám líka. Við verðum hreinlega að vinna!
Ef helv. Mansfield tekur leikinn í kvöld, þá erum við Grímur skildir að skiptum. Svo einfalt er það nú bara.
* * *
Þú ert Halldór ísgrímsson:
Þú átt ofsalega bágt, alltaf, enda
finnst þér allir vera vondir við þig. Mæddu dádýrsaugun geta þó fleytt þér
áleiðis í pólitíkinni. Sveitta efrivörin hinsvegar ekki.
Taktu „Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?“ prófið