Gönguför & skoskir kratar

Á kvöld verður söguganga í­ Elliðaárdalnum í­ boði Orkuveitunnar undir stjórn þess er þetta ritar.

Lagt af stað kl. 19:30 frá Minjasafninu. Allir velkomnir. Rúsí­na í­ pulsuenda.

# # # # # # # # # # # #

Sjálfseyðingahvöt Brown-stjórnarinnar í­ Bretlandi er sjálfstætt rannsóknarefni. Nýjasta útspil hennar er lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að hægt verði að sakfella menn á grundvelli nafnlauss vitnisburðar – það er, að sakborningur og lögmaður hans fái ekki að vita deili á þeim sem vitna gegn þeim né eigi færi á að gagnspyrja viðkomandi. Það getur ekki gengið upp í­ réttarrí­ki.

Vegna þessa og fleiri verka bresku stjórnarinnar held ég að fáir sýti þá kreppu sem Verkamannaflokkurinn er kominn í­. Bloggarinn Baldur McQueen (sem ég virðist ekki mega kommenta hjá vegna einhverrar spam-sí­u) skrifar um lí­fróður Gordons Brown.

Á stuttu máli sagt eru bresku blöðin nú að ræða á þeim nótum að Brown verði að ví­kja ef flokkurinn vinnur ekki aukakosningar í­ Austur-Glasgow á næstunni. Raunar eru lí­kurnar á að SNP takist að vinna þar sigur hverfandi – tap þarna væri á pari við það ef í­haldið missti Seltjarnarnes eða Garðabæ. En allt getur svo sem gerst…

Illu heilli fyrir Gordon Brown munu kosningarnar þarna ekki bara snúast um snautlegan feril stjórnar hans – heldur spilar skosk lókalpólití­k lí­ka mikið inní­.

Minnihlutastjórn SNP og Græningja (sem LibDem neituðu að styðja í­ óskiljanlegasta pólití­sku sjálfsmarki sí­ðustu ára) er furðuvinsæl. Verkamannaflokkurinn í­ Skotlandi er á sama tí­ma hálfgert drasl. Það skýrist að talsverðu leyti af því­ að bestu stjórnmálamenn Verkamannaflokksins vilja allir komast á breska þingið, en sterkustu fulltrúar SNP vilja vera á skoska þinginu. Verkamannaflokkurinn ætti ekki að vera í­ stórvandræðum með að vera stærsti flokkur Skotlands – en það er ansi erfitt að tefla alltaf fram b-liðinu gegn a-liði andstæðingsins.

Wendy Alexander hrökklaðist nýverið á braut sem flokksformaður eftir ár í­ embætti. Meðal þeirra sem komið hefðu til greina í­ djobbið var Margaret Curran skuggaráðherra heilbrigðismála. Núna neyðist Verkamannaflokkurinn hins vegar til að tefla henni fram í­ slagnum í­ Austur-Glasgow.

Lí­klega mun Curran verða nógu sterk til að landa sigri í­ aukakosningum, en það gæti þó reynst viss Pyrrhosarsigur. Verkamannaflokknum í­ Skotlandi veitir nefnilega ekkert af öllum sí­num leiðtogum í­ baráttunni við Salmond – og það sem meira er, eitt helsta áróðurstrixið sem notað hefur verið gegn honum er sú staðreynd að SNP-foringinn hefur setið samtí­mis á skoska og breska þinginu. Á ljósi framboðs Currans neyddist Verkamannaflokkurinn til að fjarlægja þegjandi og hljóðalaust af heimasí­ðu sinni allar vammir og skammir í­ garð Salmonds vegna þessa – enda ljóst að flokkurinn mun ekki taka sénsinn á að láta Curran segja af sér á þinginu í­ Edinborg með tilheyrandi aukakosningum.

Skoskir kratar eru í­ vondum málum.

# # # # # # # # # # # # #

Daví­ð Þór verður dómari í­ GB. Mætti ég stinga upp á Evu Marí­u í­ spyrilinn?