Um daginn þvældist ég inn í Bókabúð Braga og rakst á nokkra árganga af tímariti sem mig hefur lengi langað til að eiga. Sindri, tímarit Iðnfræðafélagsins kom út á þriðja áratugnum, alls fimm árgangar. Ég fékk þá fjóra fyrstu fyrir sanngjarnt verð og hef verið að skemmta mér við lesturinn síðan.
Sindri er tímamótarit í iðnsögunni og hafði mikilvægu hlutverki að gegna. Nú þarf ég bara að verða mér út um Elektrón, blað símamanna – annað vanmetið tímarit.
Ottó B. Arnar var ein helsta driffjöðurin í Sindra og þar skrifaði hann að ég held fyrstu greinina á íslensku um mikilvægi þess að landsmenn hagnýttu sér útvarpið.