Félagafargan Urgh! Í gær gleypti

Félagafargan

Urgh! Á gær gleypti tölvan ógnarmikla bloggfærslu. Ég var gráti næst! Ætla samt að reyna að rifja upp aðalatriðin í­ henni.

Þannig er mál með vexti að á föstudaginn fór ég ásamt Steinunni og tengdó á stofnfund Femí­nistafélags Íslands. Þá fór ég að spá í­ því­ hvað ég sé eiginlega félagsmaður í­ mörgum félögum? Listinn er eitthvað á þessa leið:

1. Samtök herstöðvaandstæðinga. – Gekk í­ þau sem táningur.

2. Félagið Ísland Palestí­na. – Mæti aldrei á fundi en les fréttabréfið.

3. Vinstri grænir. – Gekk í­ flokkinn fljótlega eftir að ég hætti í­ Alþýðubandalaginu. Er einn fárra núlifandi Íslendinga sem tekist hefur að ganga úr Samfylkingunni.

4. Fram. – Var skráður í­ félagið þegar nafn mitt var sett í­ Tabúluna á afmælisbókinni eftir Ví­ði Sigurðsson.

5. Sögufélag. – Gekk í­ það um leið og ég byrjaði í­ sagnfræðinni í­ Háskólanum.

6. Sagnfræðingafélag Íslands. – Gekk í­ það við útskrift.

7. Reykjaví­kurakademí­an. – Gekk í­ hana til að geta fengið leigða skrifstofuaðstöðu eitt sumarið.

8. Félag í­slenskra fræða. – Held að ég sé félagi. Á það minnsta var írmann alltaf að halda þessu félagi að okkur þegar hann var formaður.

9. Kylfan, krikketklúbbur Rekjaví­kur. – Erum loksins komnir með getraunanúmer. Minnir að það sé 168.

10. Femí­nistafélagið. – Eins og fram hefur komið.

11. Hollvinasamtök Edinborgarháskóla. – Gekk aldrei í­ félagið en þeir senda mér póst í­ hrönnum.

12. Luton Town FC. – Á pí­lagrí­msferðinni til Luton komst ég að því­ að til að fá að sitja bak við annað markið – þar sem mestu töffararnir eru, þurfti ég að vera félagsmaður.

13. Luton Town Supporters Club of Scandinavia. – Hef ekki borgað félagsgjald lengi og er lí­klega dottinn af skrá. Netið gerði þetta félag óþarft.

14. Stuðningsmannaklúbbur smáliða í­ enska boltanum. – Félagið sem við nafni minn Hagalí­n höfum lofað að stofna innan tí­ðar.

15. M.Ú.R. (Málfundafélag úngra róttæklí­nga). – Fámennt en góðmennt.

16. Blóðgjafafélag Íslands. – Gengur maður í­ það eða verður maður sjálfkrafa félagi?

17. Starfsmannafélag Orkuveitunnar. – Þeir leigja orlofshús og veislusali.

18. Starfsmannafélag Reykjaví­kur. – ígætis verkalýðsfélag.

19. BSRB. – Ömmi klikkar ekki.

20. Society for the History of Technology (SHOT). – Flottasta tæknisögufélagið.

21. Edinburgh University Friends of Palestine Association. – Skráði mig á einn póstlista og er enn að fá póst.

22. Mannvernd. – Held að Skúli Sigurðsson hafi skráð mig þarna. Ekki fengið póst lengi.

23. Framsýn. – írmann hlýtur að hafa skráð mig í­ þessi samtök.

24. MS-félagið. – Gott tí­marit.

25. Félag sagnfræðinema, félag sagnfræðinema. – Þegar Félag sagnfræðinema breytti nafninu sí­nu í­ Fróði, félag sagnfræðinema tókum við okkur til nokkur og stofnuðum Félag sagnfræðinema, félag sagnfræðinema. Því­ félagi hefur aldrei verið slitið og ég telst væntanlega ennþá meðstjórnandi.

26. Knattspyrnufélag Litla-Skerjafjarðar og Knattspyrnufélagið Skörungur. – Stórlið frá ní­unda áratugnum sem hafa heldur ekki verið lögð niður. Ég hlýt því­ að vera ritari og formaður þessara félaga enn í­ dag. – Væri ekki tilvalið ef Skörungur myndi leita hefnda og skora aftur á Knattspyrnufélag Tómasarhaga til æfingarleiks?

Hmmm… ætli þetta sé þá ekki nánast komið?

* * *

Ráðstefna kl. 16:15 í­ Lögbergi í­ dag um Konur og strí­ð. Steinunn með stutt erindi. Þangað mæta allir góðir menn.