Formúla-1 er sífellt í fréttunum, svo ég hugsaði með mér hversu dapurt líf áhugamanna um Formúlu-2 hlyti að vera. Prófaði að gúggla þeirri keppni og komst að því að fyrir nokkrum árum ákvað hún að breyta um nafn og heitir núna Formúla-3000 – það er gríðarlegur vöxtur…
En af hverju að stoppa í 3000? Af hverju ekki: Formúla-milljón? Eða Formúla-milljarður?
Hvað ætli formúlan í Zimbabwe heiti? Formúla-1.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000? Minna má það nú varla vera…