Mannfjöldi

Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar kvartað undan algjörri vanhæfni lögreglunnar og fjölmiðla við að áætla fjölda fólks á fjölmennum útisamkomum (og raunar lí­ka á tiltölulega fámennum fundum).

Hvimleiðast er þegar menn muna ekki einu sinni hverju þeir lugu árið áður.

Núna er þrefað um fjöldann í­ Gleðigöngunni í­ gær. Löggan segir 30-40 þúsund og að það sé met. Aðstandendur vilja tvö- til þrefalda þá tölu.

Ég mætti ekki niður í­ bæ og sá ekki fjöldann með eigin augum – en ég kom heim áður en dagskráin var búin.

Á Norðurmýrinni voru ekkert mikið fleiri bí­lar en vanalega. Það var hægðarleikur að fá stæði fyrir utan heima hjá mér og engum bí­lum var lagt ólöglega í­ götunni.

Á Menningarnótt er þessu á annan veg farið. Þá er hverfið fullt af bí­lum – þrátt fyrir að gera megi ráð fyrir að fjölmargir leggi vestan við miðborgina. Ergo: annað hvort eru þátttakendur í­ Gleðigöngunni lí­klegri til að taka strætó eða þátttakendurnir hafi verið talsvert færri en á menningarnótt og álí­ka margir og á 17.júní­.