Mörg járn í eldinum

Ólympí­uleikarnir raska öllu barnaefni í­ sjónvarpinu. Ólí­na kippir sér furðulí­tið upp við það ennþá, enda nokkuð sátt á meðan sundkeppnin er á dagskrá.

Um þessar mundir segist hún nefnilega ætla að verða: mótórhjólastelpa, söngkona í­ hljómsveit og sundkona (með nýju sundgleraugun sí­n) þegar hún verður stór.

Það eru ekki galnari framtí­ðaráform en hver önnur.