Á fótboltanum í KR-heimilinu í gær ætlaði ég að prjóna mig glæsilega framhjá andstæðingi sem ég sneri við baki. Ég sendi boltann aftur fyrir mig og reyndi svo að snúa mér eldsnöggt í 180 gráður.
Uppgötvaði um leið og ég ætlaði að lyfta upp vinstri löppinni að sú hægri stóð oná henni. Skall með tilþrifum í gólfið, beint á bakið.
Er núna að drepast í bakinu. Það fást engin rokkstig fyrir að fella sjálfan sig í fótbolta.