Súrínam var mitt lið í Norður- og Mið-Ameríkukeppni HM 2010. Milliriðlarnir hófust í kvöld og Súrínam átti útileik gegn Haiti.Fyrirfram voru þesi tvö lið talin líkleg til að sitja eftir en Kosta Ríka og El Salvador að fara áfram. Útisigur hefði hins vegar styrkt stöðu Súrínam til mikilla muna.Og staðan var 0:2 allt þar til í uppbótartíma þegar heimamenn á Haiti skoruðu tvisvar. Helvítis helvíti! Þá er  samviskuspurningin: held ég með Kúbu eða Trinidad og Tobago í aðalleik kvöldsins? Carlos Edwards, aðalmaðurinn hjá T&T var vissulega hjá Luton og þeir voru mínir menn á síðasta HM… en núna er hann farinn annað svo…