21. öldin ríður yfir mig af fullum þunga.Um daginn dó sjónvarpið okkar (engin ending – þetta var ekki nema tíu ára gamall gripur). Þá fórum við í sjónvarpstækjaverslun og uppgötvuðum okkur til mikillar skelfingar að það er ekki hægt að fá neitt annað en flatskjái í dag. Fyrir vikið eigum við núna flatskjá – og mér líður eins og ég hafi svikið einhvern mikilvægan málstað.Og það sem verra er – ég kann ekkert á græjuna og legg ekki í að lesa þverhandarþykka bókina sem fylgdi með.Um svipað leyti dó vinnugemsinn minn eða hóf a.m.k. dauðastríðið. Það er ekki í Â fyrsta sinn sem það gerist, enda hef ég haft þá vinnureglu hjá OR að biðja alltaf tæknideildina um elsta símann sem til er – helst einhvern sem annar notandi í fyrirtækinu hefur skilað inn. Það sparar e-ð smotterí fyrir Orkuveituna, en hvati minn er annar. Með því að vera með gamla skransíma, þarf ég ekki að læra á ótal nýja fídusa og fer ekki á taugum þótt ég missi símann í gólfið.En nú er ég sem sagt kominn með síma með fullt af flóknum valkostum, myndavél og hvaðeina. Helvítis 21.öldin virðist ætla að ná mér eftir allt saman…# # # # # # # # # # # # #Fyrsta liðið í Bretlandi er farið á taugum Bournemouth rak stjórann eftir fjórar umferðir og tvö stig. Þeir byrjuðu með 17 í mínus – svo við erum núna ekki nema átta stigum á eftir þeim.Það er allt í steik hjá Bournemouth-liðinu núna og nýji eigandinn er annað hvort einfeldningur eða þykist bara vera það. Yrði ekki hissa þótt liðið færi í þrot á tímabilinu.