Af öllum leiðindagaurum knattspyrnuheimsins er Pelé hiklaust á topp-5 listanum.
Nýjasta útspil hans er að skamma Robinho fyrir að láta græðgina ráða för og ganga til liðs við Manchester City í stað þess að spila fyrir Real Madrid eða Chelsea (væntanlega af hugsjóninni einni saman).
Þetta kemur nú eiginlega úr hörðustu átt frá manni sem gekk til liðs við New York Cosmos.