Látlaus?

Útför Sigurbjarnar Einarssonar var eflaust ákaflega falleg. Hún var lí­ka örugglega mjög tilfinningaþrungin fyrir fjölda fólks – sem jafnvel hitti biskupinn aldrei í­ eigin persónu.

En hvers vegna þurfa allir fjölmiðlar að segja að hún hafi verið látlaus?

Athöfnin var í­ beinni útsendingu í­ sjónvarpinu. Kirkjan var full af fyrirmennum. Það var búið að koma hátölurum fyrir utan við bygginguna, ef mannfjöldi myndi safnast saman…

Jújú, það voru engar rakettur sprengdar eða hljómsveitir sem stigu á stokk – út frá því­ má svo sem segja að athöfnin hafi verið látlaus… en það gildir svo sem um allar jarðafarir. Þá er hugtakið í­ rauninni merkingarlaust.Â