Á Mannlífsvefnum má lesa slúðurmola um West Ham: „Frank Rikkjard og Mancini munu ekki hafa rétta hugarfarið til að ganga til liðs við West Ham, telja sig stærri og meiri en félagið.“
Muu… er herra „Rikkjard“ bara með stæla og þykist of fínn til að vilja þjálfa West Ham? Hvílíkur labbakútur! Hann er kannski líka of góður með sig til að þjálfa Fram eða KR?
Annars virðist þessi færsla Mannlífs helst hafa þann tilgang að minna á aðalgrein nýjasta heftisins, sem sme-ritstjóri skrifar og fjallar um West Ham-ævintýrið. Ég freistaðist til að kaupa blaðið – sem aldrei skyldi verið hafa.
Úttektin á West Ham-ævintýrinu þekur þrjár og hálfa opnu. Af því er meirihlutinn stórar ljósmyndir af Eggerti Magnússyni. Textinn er ruglingsleg framsetning af alkunnum staðreyndum um kaup félagsins á hinum og þessum leikmönnum. Kjaftasaga um að Eggert hafi gengið fram af Björgólfi með leigu á glæsivögnum er eina nýja „fréttin“ í gjörvallri greininni. Sigurjón M. Egilsson ætti að halda sig fjarri því að skrifa um fótbolta eftirleiðis.