Neistinn í góðum gír Ójá,

Neistinn í­ góðum gí­r

Ójá, Neisti nýrrar aldar er aftur kominn á göturnar. Það er æði! Reyndar er hann ekki alveg kominn í­ sitt besta form, því­ enn á eftir að fá varahluti frá umboðinu. Næstu vikuna mun ég því­ halda áfram að drepa á mér á öllum ljósum, en bensí­ngjöfin er hins vegar ekki föst inni.

Bifreiðaverkstæðið sem ég skipti við heitir Bí­lhúsið og þeir eru snillingar. Segi það og skrifa. Sanngjarnt verð og fí­n þjónusta. (Ég sagðist vera að byrja í­ auglýsingabransanum…)

Viðgerðin kostaði miklu minna en ég óttaðist. Fjármálunum borgið í­ bili.

* * *

Kettinum er óskað til hamingju með styrkinn úr menningarsjóði Björns Þorsteinssonar. Las um þetta í­ Mogganum á netinu. Gott mál!

* * *

Stefán Jónsson var í­ mat í­ gærkvöldi. Við átum þetta fí­na lasagna og drukkum rauðví­n með. Þegar komið var á rauðví­nsflösku tvö voru heimspekiumræðurnar um Karl Mannheim og ágreining Poppers og Kuhn orðnar heví­ stöff. Fikruðum okkur þá yfir í­ viskýið. Nokkur glös af Highland Park kom þeirri hugmynd inn í­ kollinn á okkur að rétt væri að fara út í­ gönguferð. Löbbuðum fram og aftur um Miklatúnið og Norðurmýrina þótt klukkan væri orðin hálf tvö. Sá göngutúr hressti mann svo sem við, en var ekki að skora nein prik hjá Steinunni þegar skriðið var uppí­ seint um sí­ðir.

Vaknaði á undan vekjaraklukkunni. Lá og mannaði mig upp í­ að lí­ta á klukkuna, til þess eins að fatta að hún væri 7:27 og myndi hringja eftir þrjár mí­nútur. Er til eitthvað meira svekkjandi í­ heiminum?

Úgg…