Þegar ég var í Alþýðubandalaginu í gamla daga, var oft mikið þrefað. Og það var ekki alltaf gáfulegt.
Einhverju sinni var haldinn miðstjórnarfundur í Kópavogi þar sem útkljá skyldi fiskveiðistefnunna. Gott ef Jóhann írsælsson var ekki fyrir annarri fylkingunni en nokkrir aðrir landsbyggðarþingmenn í hinni. Það var þungt hljóð í mannskapnum, enda ljóst að nú skyldi látið sverfa til stáls.
Eftir langvinnt karp tókst hópunum að koma sér saman um ályktun – en það strandaði á einu orði. Sumir vildu tala um „sanngjarnt“ gjald fyrir veiðiheimildir. Aðrir um „hóflegt“.
Þetta var rifist um lengi dags og langar ræður fluttar.
Það sem drap umræðuna var hins vegar þegar einhver miðstjórnarfulltrúinn (minnir endilega að það hafi verið annar hvor Hafnfirðingurinn: Magnús Jón írnason eða Lúðvík Geirsson) flutti sérlega mergjaða ræðu um hversu brýnt væri að nota annað hvort orðið en hvað hitt væri ómögulegt. Skyndilega rann upp fyrir honum í miðri ræðu að hann hefði víxlað orðum og væri því búinn að vera í „vitlausu liði“ allan tímann.
Þá sáu fundarmenn að þetta var orðið tómt rugl og flýttu sér að samþykkja ályktun. (Gott ef málamiðlunin varð ekki: „sanngjarnt OG hóflegt“)
Á stundum sem þessum spurði maður sig oft hvers konar rugl þetta væri eiginlega – alvöru pólitík gæti ekki gengið út á svona orðaleppa.
…
Á gær var lagt fram risafrumvarp á Alþingi sem felur í sér einhverjar stærstu skuldbindingar ríkisins frá upphafi og gríðarlega víðtækar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í rekstur fyrirtækja og stofnanna.
Eftir örstutta fyrstu umræðu var málið sent í nefnd.
Þaðan kom það með þeirri mikilsverðu breytingu að þar sem talað hafði verið um „sérstakar aðstæður“ – kæmi „sérstakar og óvenjulegar aðstæður“.
Þabbaraþabb! Ríkisstjórnin má sem sagt ekki grípa inní ef aðstæður eru sérstakar – án þess þó að vera óvenjulegar…
…mér fannst ég vera kominn aftur í Þinghól í Kópavogi árið 1996 á miðstjórnarfund Abl.