Tæknisögunördismi Technology and Culture, besta

Tæknisögunördismi

Technology and Culture, besta tí­marit í­ heimi, kom í­ gær. Er nú þegar búinn að lesa tvær greinar. Aðrar frekar endasleppa um sögu Arkimí­desar-skrúfunnar, hina töffaralega um orðræðu stuðningsmanna sólarorkutækninnar 1940 til okkar daga. Orkusagan er flottasta undirgrein tæknisögunnar. Það er svo mikið af rannsóknarefnum hérlendis í­ orkusögugeiranum og þá ekki bara bundið við vatnsaflsvirkjanir og jarðboranir.

Eitt af því­ sem mig langar til að sökkva mér ofan í­ er vetnissamfélagshugmyndin. Reyndar er ég ekki viss um að talsmenn þeirrar hugmyndar geri sér í­ raun grein fyrir því­ hvað orðið merkir – að þeir trúi því­ í­ raun og veru að tæknibreytingin hefði í­ för með sér nýtt og öðruví­si samfélag.

Á vetnisgeiranum í­slenska virðast nefnilega þrí­fast hlið við hlið tvær gjörólí­kar þjóðir. Annars vegar þeir sem sjá vetnistæknina sem leið til að festa núverandi lí­fshætti okkar í­ sessi, að orkusamfélagið breytist ekki í­ grunninn en orkugjafarnir verði innlendir og ódýrari. Hins vegar þeir sem telja tæknina muni geta gjörbreytt lí­fsháttum okkar og gildismati. Þannig eru í­haldsmenn á borð við Hjálmar írnason og umhverfishippar á borð við Marí­u Maack, gamla náttúrufræðikennarann minn úr MR, í­ sama vetnis-bátnum en á gjörólí­kum forsendum þó. Þetta finnst mér vera heillandi rannsóknarefni.

Ætti maður að fara að huga að því­ að skella sér í­ doktorinn? – Æi, nei – það er alltof ávanabindandi að fá launaáví­sun um hver mánaðarmót…