Á hvaða draumaheimi lifir Guðjón Arnar Kristjánsson?
Hann telur að með yfirtöku ríkisins á bönkunum sé sóknarfæri fyrir ríkið að leysa til sín fiskveiðiheimilidir útgerðarinnar og stokka í kjölfarið upp kvótakerfið.
Á sama tíma og Guðjón Arnar smíðar þessa loftkastala höfum við hin áhyggjur af því hversu langt eignir og veð bankanna hrökkvi upp í svimandi skuldir þeirra. Það er ótrúlegur barnaskapur að ímynda sér að atburðir síðustu daga þýði það fyrst og fremst að ríkið hafi óvænt eignast allan kvótann og geti nú farið að skemmta sér við að skipta honum upp…