Til fyrirmyndar

Nýjasti sportbarinn í­ borginni er Bjarni Fel, við hliðina á Hressingarskálanum (þar sem Ömmukaffi var starfrækt til skamms tí­ma). Staðurinn hefur verið opnaður, en unnið er að því­ að setja upp Sky-sportpakkann, svo hann er ekki farinn að auglýsa sig upp að neinu viti ennþá.

Sportbarir eru yfirleitt keimlí­kir í­ útliti. Fótboltatreyjur og -treflar hanga upp um alla veggi ásamt misfallegum teikningum af fótboltamönnum. Það þarf alls ekki að vera slæmt og er raunar bara fí­nt á stöðum eins og Ölveri o.þ.h.

Á eldgömlu og sögufrægu húsi ætti slí­kt hins vegar alls ekki við.

Þess vegna er frábært að sjá hvernig staðið er að málum þarna. Veggirnir eru þaktir stórum útprentunum af ljósmyndum úr í­þróttasögu Íslendinga. Þær elstu eru af sundfólki í­ Laugunum um aldamótin 1900 en sú yngsta sýnir ungan og spengilegan Jón Pál árið 1981. Aðaláherslan er þó á hópí­þróttirnar og þá sérstaklega knattspyrnuna.

Það er auðvelt að klúðra svona myndasýningu eða gera hana illa, en vertinn á Bjarna Fel hafði vit á að tala við fagmenn. Hann fékk fólk frá Ljósmyndasafni Reykjaví­kur og myndadeild Þjóðminjasafnsins til þess að velja myndirnar. Þetta eru klassí­skar myndir úr í­þróttasögunni, en einnig myndir sem sjaldan eða aldrei hafa sést. T.d. er þarna gömul mynd af Framliði sem ég leyfi mér að fullyrða að hafi hvergi birst á prenti.

Ennþá vantar aðeins upp á texta við sumar myndirnar, en engu að sí­ður er óhætt að mæla með skemmtilegri ljósmyndasýningu sem hægt er að skoða með bjórglas í­ hendi.

Svona eiga menn að innrétta bari í­ gömlum húsum!