Ódýrt

Það er ekki allt dýrt á Íslandi

Ein er sú þjónusta sem kostar lí­tið á skerinu – minna ef ég hef nokkru sinni skilið.Akstur flutningabí­lstjóra…

Sendibí­lsstjórar og vörubí­lsstjórar eru hráódýrir á Íslandi, ef verðlagning annarra stétta er höfð í­ huga.

Á dag fékk ég flutningabí­l heim. Hann var fullur af efni fyrir smiðina sem eru að vinna á Mánagötunni. Það var bölvað puð að bera allt dótið inn – ég var raunar eftir mig eftir törnina. Bí­lsstjórinn stökk hins vegar beint í­ næsta verkefni.

Kostnaðurinn við flutninginn var 6.000 kall. Það inniheldur laun fyrir starfsmann í­ rúman hálftí­ma og not af margra milljóna króna flutningatæki. Þetta er fáránlega ódýrt.

Lengi lifi atvinnubí­lsstjórar – hetjur Íslands!