Drjúgur hluti dagsins hefur farið í að pússa veggi í nýja barnaherberginu með sandpappír.
Allir sem sáu The Karate Kid vita að slík iðja er besta leiðin til að læra austurlenskar bardagalistir.
Mikil voru því vonbrigði mín að uppgötva að ég hef ekki öðlast neina nýja og óvænta færni á þessu sviði. Ég var að vonast til að breytast í karatedverg eins og Hnakkus. Fjárinn!
Og ég get heldur ekki fangað flugur með matarprjónum.
Leikstjóri The Karate Kid þarf að svara áleitnum spurningum.